Að stela mat úr munni Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2019 07:45 Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar