Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 19:15 Aron Einar Gunnarsson segist afar spenntur fyrir nýju verkefni en hann mun í sumar ganga í raðir Al Arabi í Katar, lið Heimis Hallgrímssonar. Hann segir að þeir hafi viljað starfað saman á nýjan leik. „Ég hef átt í góðu sambandi við Heimi í gegnum tíðina, bæði þegar hann var með landsliðinu og fór svo annað. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Það er uppbyggingarstarf í gangi hjá þessu félagi og ég hef rætt mikið við Heimi um það sem hann vill breyta,“ sagði Aron við íþróttadeild. „Ég er spenntur fyrir því að prófa eitthað nýtt eftir að hafa verið í ellefu ár á Bretlandseyjum - prófa eitthvað nýtt meðan maður getur. Ég er hrikalega spenntur og fjölskyldan öll.“ Hann segist ekki hafa verið að skoða neina aðra kosti. Heimir hafi viljað fá hann og áhuginn var gagnkvæmur. „Ég hafði hugsað mér að vinna með Heimi aftur og hann vissi alveg af því. Þetta er samt ekki auðveld ákvörðun enda búinn að vera lengi hjá Cardiff og það verður erfitt að kveðja.“ Aron Einar var að glíma við erfið hnémeiðsli í aðdraganda HM í sumar og var lengi að jafna sig á þeim. En honum líður vel í dag. „Ég þurfti að taka mér meiri tíma í upphafi tímabils en ég er í góðu standi í dag. Ég er ekki lengur bara að æfa einu sinni í viku. Ég er að æfa miklu meira og svo að spila alla þessa leiki. Ég er í góðu standi, það er ekkert hægt að kvarta í rauninni. Ég hef verið verri, það er alveg á hreinu.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar á leið til Al Arabi Verður lærisveinn Heimis Hallgrímssonar í Katar. 18. mars 2019 19:07 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson segist afar spenntur fyrir nýju verkefni en hann mun í sumar ganga í raðir Al Arabi í Katar, lið Heimis Hallgrímssonar. Hann segir að þeir hafi viljað starfað saman á nýjan leik. „Ég hef átt í góðu sambandi við Heimi í gegnum tíðina, bæði þegar hann var með landsliðinu og fór svo annað. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Það er uppbyggingarstarf í gangi hjá þessu félagi og ég hef rætt mikið við Heimi um það sem hann vill breyta,“ sagði Aron við íþróttadeild. „Ég er spenntur fyrir því að prófa eitthað nýtt eftir að hafa verið í ellefu ár á Bretlandseyjum - prófa eitthvað nýtt meðan maður getur. Ég er hrikalega spenntur og fjölskyldan öll.“ Hann segist ekki hafa verið að skoða neina aðra kosti. Heimir hafi viljað fá hann og áhuginn var gagnkvæmur. „Ég hafði hugsað mér að vinna með Heimi aftur og hann vissi alveg af því. Þetta er samt ekki auðveld ákvörðun enda búinn að vera lengi hjá Cardiff og það verður erfitt að kveðja.“ Aron Einar var að glíma við erfið hnémeiðsli í aðdraganda HM í sumar og var lengi að jafna sig á þeim. En honum líður vel í dag. „Ég þurfti að taka mér meiri tíma í upphafi tímabils en ég er í góðu standi í dag. Ég er ekki lengur bara að æfa einu sinni í viku. Ég er að æfa miklu meira og svo að spila alla þessa leiki. Ég er í góðu standi, það er ekkert hægt að kvarta í rauninni. Ég hef verið verri, það er alveg á hreinu.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar á leið til Al Arabi Verður lærisveinn Heimis Hallgrímssonar í Katar. 18. mars 2019 19:07 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira