Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 19. mars 2019 08:00 Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun