Sagðist innblásinn af Anders Breivik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:00 Nýsjálendingar minnast þeirra sem féllu í fólskulegri hryðjuverkaárás á föstudag. NordicPhotos/Getty „Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
„Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10