Er mennt máttur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun