Fullveldi fantsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun