Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2019 21:15 Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, sýnir þjóðbúningana. Stöð 2/Einar Árnason. Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47
Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29