Forstjóri Íslandspósts lætur af störfum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:46 Ingimundur Sigurpálsson, lætur af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Fbl/GVA Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00