Guðmundur hvatti þjóðir heims til dáða Sighvatur Jónsson skrifar 15. mars 2019 11:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“ Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“
Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira