Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2019 22:30 Leyniuppskriftin blönduð á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi og tvær konur á Hvammstanga fundu upp fyrir tuttugu árum, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sagt er að uppskriftin að Coca Cola sé eitt best varðveitta viðskiptaleyndarmál heims. Í fyrirtækinu Ísgeli eiga þeir einnig sína leyniuppskrift sem þeir passa að enginn sjái.Zophonías Lárusson, stjórnarformaður og annar eigenda Ísgels.Stöð 2/Einar Árnason.„Það má segja að það sé leyndarmálið; lögurinn, þurrefnið sem við blöndum saman við vatn í gömlum mjólkurtönkum og gerir þessa lögun,“ segir Zophonías Lárusson, stjórnarformaður Ísgels. Uppskriftin sé frá konunum sem þeir keyptu fyrirtækið af og sé geymd í læstu hólfi.Frá gelmottugerð Ísgels á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Fyrirtækið var stofnað á Hvammtanga fyrir tuttugu árum af tveimur konum en síðan keypt til Blönduóss fyrir ellefu árum. Það framleiðir gelmottur sem ætlaðar eru til kælingar. „Síðan við keyptum fyrirtækið er það búið að margfalda veltuna. Það var bara ein manneskja að vinna í fyrirtækinu þegar við kaupum 2008. Það eru núna sex til sjö í dag,“ segir Zophonías.Stóraukinn útflutningur á ferskum fiski með flugi stuðlar að vexti Ísgels á Blönduósi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ástæðan er stóraukinn útflutningur á ferskum fiski með flugi en til að halda honum köldum eru gelmottur settar með í kassana í fiskvinnslum hringinn í kringum landið. „Við viljum meina það að okkar lögur, þessi uppfinning, gelmotturnar, haldi kælingunni lengur heldur en ef bara væri um vatn að ræða, vatn í mottum eða ís.“Gelmottur frá Blönduósi settar í fiskkassa í fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo mikið selst af mottunum að þeir eru búnir að stofna eigið flutningafyrirtæki, eins og nánar má heyra um í frétt Stöðvar 2: Blönduós Fréttir af flugi Grundarfjörður Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi og tvær konur á Hvammstanga fundu upp fyrir tuttugu árum, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sagt er að uppskriftin að Coca Cola sé eitt best varðveitta viðskiptaleyndarmál heims. Í fyrirtækinu Ísgeli eiga þeir einnig sína leyniuppskrift sem þeir passa að enginn sjái.Zophonías Lárusson, stjórnarformaður og annar eigenda Ísgels.Stöð 2/Einar Árnason.„Það má segja að það sé leyndarmálið; lögurinn, þurrefnið sem við blöndum saman við vatn í gömlum mjólkurtönkum og gerir þessa lögun,“ segir Zophonías Lárusson, stjórnarformaður Ísgels. Uppskriftin sé frá konunum sem þeir keyptu fyrirtækið af og sé geymd í læstu hólfi.Frá gelmottugerð Ísgels á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Fyrirtækið var stofnað á Hvammtanga fyrir tuttugu árum af tveimur konum en síðan keypt til Blönduóss fyrir ellefu árum. Það framleiðir gelmottur sem ætlaðar eru til kælingar. „Síðan við keyptum fyrirtækið er það búið að margfalda veltuna. Það var bara ein manneskja að vinna í fyrirtækinu þegar við kaupum 2008. Það eru núna sex til sjö í dag,“ segir Zophonías.Stóraukinn útflutningur á ferskum fiski með flugi stuðlar að vexti Ísgels á Blönduósi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ástæðan er stóraukinn útflutningur á ferskum fiski með flugi en til að halda honum köldum eru gelmottur settar með í kassana í fiskvinnslum hringinn í kringum landið. „Við viljum meina það að okkar lögur, þessi uppfinning, gelmotturnar, haldi kælingunni lengur heldur en ef bara væri um vatn að ræða, vatn í mottum eða ís.“Gelmottur frá Blönduósi settar í fiskkassa í fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo mikið selst af mottunum að þeir eru búnir að stofna eigið flutningafyrirtæki, eins og nánar má heyra um í frétt Stöðvar 2:
Blönduós Fréttir af flugi Grundarfjörður Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29