Martin Hermannsson og félagar í Alba Berín eru komnir í undanúrslit í Euro Cup eftir fjögurra stiga sigur á Unicaja Malaga, 79-75 í oddaleik í kvöld.
Berlínarliðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en jafnaði metin á föstudagskvöldið á Spáni. Það var því allt undir í Mercedes Benz-höllinni í Berlín í kvöld.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og í raun allan leikinn. Staðan í hálfleik var 39-36, Unicaja í vil, en Berlín vann síðustu tvo leikhlutuna og hafði að lokum betur.
Martin skoraði tíu stig fyrir Alba auk þess að gefa tvær stoðsendingar og taka eitt frákast.
Í undanúrslitunum eru mótherjar Martins annað hvort ASVEL frá Frakklandi eða Andorra frá samnefndu landi. Fyrsti undanúrslitaleikurinn fer fram nítjánda mars.
Martin í undanúrslit Euro Cup
Anton Ingi Leifsson skrifar
