„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. febrúar 2025 22:06 Martin Hermannsson mun segja barnabörnum sínum frá þessu kvöldi. vísir / anton brink „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira