Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 10:31 Elvar Már Friðriksson fagnar sigrinum ótrúlega á Ítölum í síðasta leik íslenska landsliðsins. FIBA Basketball 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira