Fækkum öryrkjum! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:30 Undanfarin ár og áratugi hefur stefna stjórnvalda verið í grunninn sú að gera það eins erfitt og ömurlegt og hægt er að vera öryrki á þeirri forsendu að það þurfi að „hvetja“ fólk til að fara út á vinnumarkaðinn, enda ekki hægt að hér sé fjöldi fólks að þiggja opinbert fé til framfærslu án þess „að leggja neitt“ til samfélagsins. Sama hugmyndafræði liggur að baki því að þrátt fyrir margtuggin loforð ýmissa stjórnmálaflokka um að afnám krónu á móti krónu sé rétt handan við hornið (þ.e. að fljótlega verði það aflagt að laun lífeyrisþega komi til skerðingar lífeyrisgreiðslunum krónu fyrir krónu) þá hefur það ekki enn komið til framkvæmda. Því ef einstaklingur getur sannarlega unnið, af hverju í ósköpunum ættu skattborgarar landsins að vera að halda henni uppi? Þá skiptir líka máli hvernig þessi hópur er samansettur og má jafnvel halda því fram að krónuskerðingin hefði aldrei komið til álita ef öryrkjar væru upp til hópa karlar (en ekki konur) og af stétt sem borin er virðing fyrir, t.d. sjómenn.Geta – ekki getuleysi! Nýjasta nýtt í þessari vegferð er svo starfsgetumatið, sem reynt er að fegra með orðræðu á borð við að það sé svo ljótt að einblína alltaf á skort og getuleysi (50% öryrkinn er jú með 50% starfsgetu) þegar auðvitað snýst hugmyndin fyrst og fremst um sparnað fyrir ríkið á kostnað fólks. Öryrki sem reynist samkvæmt téðu mati með starfsgetu yfir ákveðnum mörkum missir nefnilega réttinn, að hluta eða í heild, á lífeyrisgreiðslunum enda er opinberlega búið að úrskurða að viðkomandi geti unnið. Látum liggja á milli hluta í bili þá hressilegu ályktun sem liggur þarna á bak við, að það sé alltaf nóg að geta unnið til að fá vinnu, hvort sem í góðæri eða kreppu og hvernig sem menntun, kyni, uppruna, útliti og fleiri þáttum einstaklingsins sé háttað. Mikilvægari er nefnilega hin ályktunin sem þarna er byggt á: Trúin á að umrætt starfsgetumat verði hlutlaust og áreiðanlegt (jafnvel óskeikult) mælitæki sem sker ótvírætt á milli þeirra sem geta og þeirra sem geta ekki unnið. Þessi ályktun stenst auðvitað ekki fremur en sú fyrri, þar eð reynsla örorkulífeyrisþega í öðrum ríkjum sýnir ítrekað að starfsgetumat leiðir til þess að fólk sem ekki getur unnið er úrskurðað vinnufært. Og sértu úrskurðuð vinnufær missirðu greiðsluréttinn. Og ert þar með dæmd til enn meiri fátæktar. Enda er öryrkjum að fjölga! Einn af mikilvægari köflum í handbókinni um það hvernig passa skal framlög til örorkulífeyrisþega er kaflinn um fjölgunina. Ef öryrkjum er að fjölga þá hlýtur það að vera vegna þess að fólk, sem annars væri að vinna, sé að velja að vera á örorkubótum af því að það sé svo ágætt. Ekki satt? Nú er það vissulega staðreynd að öryrkjum hefur fjölgað. Í janúar 2008 voru örorkulífeyrisþegar 7% búsettra á Íslandi á aldrinum 18-66 ára en í janúar 2018 var þetta hlutfall komið upp í 7,9%, samkvæmt tölum frá TR. Þegar tölurnar eru greindar eftir kyni og aldri sést að þó það sé mjög mismunandi mikil fjölgun meðal hópa hefur konum á örorkulífeyri fjölgað mun meir en körlum, eða um 1,1 prósentustig á milli janúarmánaða 2008 og 2018, á meðan fjölgunin meðal karla var 0,7% á sama tíma (aldurshópurinn 18-66 ára, tölur frá TR). Er nú svo komið að 10% kvenna (ein af hverjum tíu konum!) á vinnualdri er á örorkulífeyri á meðan hlutfallið meðal karla er 6%. Sú ályktun sem eðlilegt er að draga af fjölgun öryrkja er ekki sú að greiðslur TR séu of háar, svo hér sé verið að letja fólk til vinnu í stórum mæli, enda duga greiðslurnar ekki fyrir eðlilegri framfærslu. Nei, upphæðirnar eru ekki vandamálið né aðgengið að lífeyrinum, heldur hitt að það er eitthvað í samfélagsgerðinni sem stuðlar að því í æ meiri mæli að fólk getur ekki séð fyrir sér. Við getum t.d. litið til þess að geðræn vandamál eru veigamesta orsök örorku hérlendis, sem skýrist að töluverðu leyti að því að hér er þjónusta sálfræðinga ekki inni í sjúkratryggingum og því snemmtæk íhlutun vegna sálrænna erfiðleika ekki í boði fyrir hinn almenna borgara. Við getum einnig litið til þess að um einn af hverjum fjórum öryrkjum eru á örorku vegna stoðkerfisvandamála og slík vandamál eru helsta ástæða örorku hjá konum. Skoðum samhengið Það er alveg ljóst að núverandi nálgun á „öryrkjavandamálið“ er ekki svarið. Til að fækka öryrkjum þarf nefnilega samtímis að skoða orsakir þess að fólk verður óvinnufært sem og það hvernig við gerum fólk vinnufært aftur. Fyrir það fyrsta þurfum við að sinna geðheilsunni betur og meðal nauðsynlegra aðgerða þar er að fella sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og fara að meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu í öllu tilliti. Annar hópur öryrkja sem mætti minnka með breyttu samfélagi er hópurinn sem er að kljást við stoðkerfisvandamál en þeim myndi fækka ef við minnkuðum álag í líkamlega erfiðum störfum, svo sem í umönnun, og hækkuðum laun láglaunastétta svo enginn þurfi að vera í tveimur eða fleiri störfum. Einnig þarf að taka til í félagslega kerfinu, hækka barnabætur og húsnæðisbætur, með sama markmið í huga – að lágmarki tengja þessar bætur vísitölu neysluverðs svo þær haldi virði sínu. Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera ef maður vill að sem flestir vinni fyrir sér. Fátækt vinnur nefnilega gegn heilsunni almennt og augljóslega enn meira hjá þeim sem eru heilsuveilir fyrir. Því það er einmitt hópurinn sem þarf að huga hvað mest að heilsunni og öll þau úrræði kosta peninga: Það eru lyf, læknisþjónusta, hreyfing, sálfræðiþjónusta, almennileg næring og svo framvegis og svo framvegis. Það er því sama hvort man sé almennt þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að glíma við fátækt í einu ríkasta landi heimsins eða vill bara að fleiri vinni fyrir sér í stað þess að fá bætur frá ríkinu, niðurstaðan er alltaf sú að það þarf að hækka örorkugreiðslurnar svo öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi. Svo þarf að öllu leyti að tryggja það að fólk sem þarf að þiggja örorkulífeyri einhvern tímann geti farið á sínum hraða á vinnumarkaðinn ef það hefur tök á. Lykilatriði í því er að fella niður krónu á móti krónu skerðingarnar. Strax. Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur stefna stjórnvalda verið í grunninn sú að gera það eins erfitt og ömurlegt og hægt er að vera öryrki á þeirri forsendu að það þurfi að „hvetja“ fólk til að fara út á vinnumarkaðinn, enda ekki hægt að hér sé fjöldi fólks að þiggja opinbert fé til framfærslu án þess „að leggja neitt“ til samfélagsins. Sama hugmyndafræði liggur að baki því að þrátt fyrir margtuggin loforð ýmissa stjórnmálaflokka um að afnám krónu á móti krónu sé rétt handan við hornið (þ.e. að fljótlega verði það aflagt að laun lífeyrisþega komi til skerðingar lífeyrisgreiðslunum krónu fyrir krónu) þá hefur það ekki enn komið til framkvæmda. Því ef einstaklingur getur sannarlega unnið, af hverju í ósköpunum ættu skattborgarar landsins að vera að halda henni uppi? Þá skiptir líka máli hvernig þessi hópur er samansettur og má jafnvel halda því fram að krónuskerðingin hefði aldrei komið til álita ef öryrkjar væru upp til hópa karlar (en ekki konur) og af stétt sem borin er virðing fyrir, t.d. sjómenn.Geta – ekki getuleysi! Nýjasta nýtt í þessari vegferð er svo starfsgetumatið, sem reynt er að fegra með orðræðu á borð við að það sé svo ljótt að einblína alltaf á skort og getuleysi (50% öryrkinn er jú með 50% starfsgetu) þegar auðvitað snýst hugmyndin fyrst og fremst um sparnað fyrir ríkið á kostnað fólks. Öryrki sem reynist samkvæmt téðu mati með starfsgetu yfir ákveðnum mörkum missir nefnilega réttinn, að hluta eða í heild, á lífeyrisgreiðslunum enda er opinberlega búið að úrskurða að viðkomandi geti unnið. Látum liggja á milli hluta í bili þá hressilegu ályktun sem liggur þarna á bak við, að það sé alltaf nóg að geta unnið til að fá vinnu, hvort sem í góðæri eða kreppu og hvernig sem menntun, kyni, uppruna, útliti og fleiri þáttum einstaklingsins sé háttað. Mikilvægari er nefnilega hin ályktunin sem þarna er byggt á: Trúin á að umrætt starfsgetumat verði hlutlaust og áreiðanlegt (jafnvel óskeikult) mælitæki sem sker ótvírætt á milli þeirra sem geta og þeirra sem geta ekki unnið. Þessi ályktun stenst auðvitað ekki fremur en sú fyrri, þar eð reynsla örorkulífeyrisþega í öðrum ríkjum sýnir ítrekað að starfsgetumat leiðir til þess að fólk sem ekki getur unnið er úrskurðað vinnufært. Og sértu úrskurðuð vinnufær missirðu greiðsluréttinn. Og ert þar með dæmd til enn meiri fátæktar. Enda er öryrkjum að fjölga! Einn af mikilvægari köflum í handbókinni um það hvernig passa skal framlög til örorkulífeyrisþega er kaflinn um fjölgunina. Ef öryrkjum er að fjölga þá hlýtur það að vera vegna þess að fólk, sem annars væri að vinna, sé að velja að vera á örorkubótum af því að það sé svo ágætt. Ekki satt? Nú er það vissulega staðreynd að öryrkjum hefur fjölgað. Í janúar 2008 voru örorkulífeyrisþegar 7% búsettra á Íslandi á aldrinum 18-66 ára en í janúar 2018 var þetta hlutfall komið upp í 7,9%, samkvæmt tölum frá TR. Þegar tölurnar eru greindar eftir kyni og aldri sést að þó það sé mjög mismunandi mikil fjölgun meðal hópa hefur konum á örorkulífeyri fjölgað mun meir en körlum, eða um 1,1 prósentustig á milli janúarmánaða 2008 og 2018, á meðan fjölgunin meðal karla var 0,7% á sama tíma (aldurshópurinn 18-66 ára, tölur frá TR). Er nú svo komið að 10% kvenna (ein af hverjum tíu konum!) á vinnualdri er á örorkulífeyri á meðan hlutfallið meðal karla er 6%. Sú ályktun sem eðlilegt er að draga af fjölgun öryrkja er ekki sú að greiðslur TR séu of háar, svo hér sé verið að letja fólk til vinnu í stórum mæli, enda duga greiðslurnar ekki fyrir eðlilegri framfærslu. Nei, upphæðirnar eru ekki vandamálið né aðgengið að lífeyrinum, heldur hitt að það er eitthvað í samfélagsgerðinni sem stuðlar að því í æ meiri mæli að fólk getur ekki séð fyrir sér. Við getum t.d. litið til þess að geðræn vandamál eru veigamesta orsök örorku hérlendis, sem skýrist að töluverðu leyti að því að hér er þjónusta sálfræðinga ekki inni í sjúkratryggingum og því snemmtæk íhlutun vegna sálrænna erfiðleika ekki í boði fyrir hinn almenna borgara. Við getum einnig litið til þess að um einn af hverjum fjórum öryrkjum eru á örorku vegna stoðkerfisvandamála og slík vandamál eru helsta ástæða örorku hjá konum. Skoðum samhengið Það er alveg ljóst að núverandi nálgun á „öryrkjavandamálið“ er ekki svarið. Til að fækka öryrkjum þarf nefnilega samtímis að skoða orsakir þess að fólk verður óvinnufært sem og það hvernig við gerum fólk vinnufært aftur. Fyrir það fyrsta þurfum við að sinna geðheilsunni betur og meðal nauðsynlegra aðgerða þar er að fella sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og fara að meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu í öllu tilliti. Annar hópur öryrkja sem mætti minnka með breyttu samfélagi er hópurinn sem er að kljást við stoðkerfisvandamál en þeim myndi fækka ef við minnkuðum álag í líkamlega erfiðum störfum, svo sem í umönnun, og hækkuðum laun láglaunastétta svo enginn þurfi að vera í tveimur eða fleiri störfum. Einnig þarf að taka til í félagslega kerfinu, hækka barnabætur og húsnæðisbætur, með sama markmið í huga – að lágmarki tengja þessar bætur vísitölu neysluverðs svo þær haldi virði sínu. Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera ef maður vill að sem flestir vinni fyrir sér. Fátækt vinnur nefnilega gegn heilsunni almennt og augljóslega enn meira hjá þeim sem eru heilsuveilir fyrir. Því það er einmitt hópurinn sem þarf að huga hvað mest að heilsunni og öll þau úrræði kosta peninga: Það eru lyf, læknisþjónusta, hreyfing, sálfræðiþjónusta, almennileg næring og svo framvegis og svo framvegis. Það er því sama hvort man sé almennt þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að glíma við fátækt í einu ríkasta landi heimsins eða vill bara að fleiri vinni fyrir sér í stað þess að fá bætur frá ríkinu, niðurstaðan er alltaf sú að það þarf að hækka örorkugreiðslurnar svo öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi. Svo þarf að öllu leyti að tryggja það að fólk sem þarf að þiggja örorkulífeyri einhvern tímann geti farið á sínum hraða á vinnumarkaðinn ef það hefur tök á. Lykilatriði í því er að fella niður krónu á móti krónu skerðingarnar. Strax. Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun