Boeing ber fullt traust til 737 MAX Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2019 15:39 Boeing 737 MAX 8 vél á flugbraut í Renton í Washington. Getty/Stephen Brashear Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir hrap þotu Ethiopian Airlines um helgina. Engu að síður beri Boeing áfram fullt traust til Boeing 737 MAX-véla sinna, sem fjölmörg ríki og flugfélög hafa kyrrsett síðustu daga. Í tilkynningu sem Boeing sendi frá sér nú á fjórða tímanum segir að grundvallarmarkmið flugvélaframleiðandans sé að standa vörð um öryggi. Því muni Boeing áfram eiga í reglulegum samskiptum við þá viðskiptavini sína sem tekið hafa ákvörðun um að leggja 737 MAX-vélunum eftir flugslys helgarinnar; eins og Norwegian og Icelandair.Það muni flugvélaframleiðandinn gera svo að tryggja megi að viðskiptavinirnir „hafi allar nauðsynlegar upplýsingar svo að þeir geti áfram stýrt flota sínum með fullri vissu.“ Boeing segist jafnframt ekki ætla að beina nýjum tilmælum til viðskipavina sinna um hvernig þeir skuli bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Það gerði flugvélaframleiðandinn hins vegar eftir sambærilegt slys í október í fyrra þegar 737 MAX-þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Þá áréttaði Boeing að flugmenn ættu að fara eftir því sem fram kemur í handbók vélanna. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir hrap þotu Ethiopian Airlines um helgina. Engu að síður beri Boeing áfram fullt traust til Boeing 737 MAX-véla sinna, sem fjölmörg ríki og flugfélög hafa kyrrsett síðustu daga. Í tilkynningu sem Boeing sendi frá sér nú á fjórða tímanum segir að grundvallarmarkmið flugvélaframleiðandans sé að standa vörð um öryggi. Því muni Boeing áfram eiga í reglulegum samskiptum við þá viðskiptavini sína sem tekið hafa ákvörðun um að leggja 737 MAX-vélunum eftir flugslys helgarinnar; eins og Norwegian og Icelandair.Það muni flugvélaframleiðandinn gera svo að tryggja megi að viðskiptavinirnir „hafi allar nauðsynlegar upplýsingar svo að þeir geti áfram stýrt flota sínum með fullri vissu.“ Boeing segist jafnframt ekki ætla að beina nýjum tilmælum til viðskipavina sinna um hvernig þeir skuli bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Það gerði flugvélaframleiðandinn hins vegar eftir sambærilegt slys í október í fyrra þegar 737 MAX-þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Þá áréttaði Boeing að flugmenn ættu að fara eftir því sem fram kemur í handbók vélanna.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43