Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 09:00 Eldsins varð vart um sexleytið sunnudaginn 8. maí. Skúrinn, sem var úr timbri, var alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf tók um klukkustund. Brunavarnir Suðurnesja Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira