Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 12:30 Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins. Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43
Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20