Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:19 Frá kröfugöngu hægriöfgamanna í Þýskalandi árið 2017. Stuðningsmenn Pegida-samtakanna veifa fána með tákn þjóðernishreyfingar hvíts fólks sem hefur dreift úr sér um Evrópu. Vísir/EPA Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki. Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki.
Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53
Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46