Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:53 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Vísir/vilhelm Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“ Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33