Síðasti tapleikur KR í átta liða úrslitum var fyrir bankahrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 15:00 Helgi Már Magnússon tók þátt í síðasta tapleik KR fyrir ellefu árum. Vísir/Bára Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...} Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...}
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira