Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. mars 2019 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent