Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 16:45 Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista og Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Vísir Formaður stéttarfélags flugmanna WOW air segir blaðamann ferðavefsins Túrista hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér og finnst umfjöllun um flugfélagið, sem rær lífróður þessa dagana, einsleit og ósanngjörn. Ritstjóri Túrista segist hafa skilning á að taugar starfsmanna WOW séu þandar en finnst sorglegt að hann sé gerður tortryggilegur og uppnefndur bloggari af flugmönnunum. „Svo það sé tekið fram erum við ekki að ráðast á blaðamenn,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, í samtali við Vísi um beiðni stjórnar félagsins um að formaður Blaðamannafélagsins rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air. Formaður blaðamannafélagsins sagði við Vísi að hann sæi enga ástæðu til að taka þetta til rannsóknar og að inntak bréfs stjórnar félagsins væri til marks um fjarstæðukennda óra. Heldur stjórn félagsins því fram að umfjöllun íslenskra miðla sé óvægin í garð WOW og vill að hlunnindi og sporslur blaðamanna frá helsta samkeppnisaðila WOW, sem er Icelandair, verði tekin til rannsóknar. Þá gagnrýndi stjórnin að íslenskir fjölmiðlar reiði sig á upplýsingar frá „bloggara búsettum í Svíþjóð“ og vísar þar til fjölmiðilsins Túrista sem Kristján Sigurjónsson ritstýrir. Vignir segir þessa beiðni stjórnar alls ekki árás á blaðamenn. „Okkur finnst hins vegar umfjöllunin undanfarið hafa verið einsleit,“ segir Vignir. Hann segir að svo virðist vera sem íslenskir fjölmiðlar „api upp“ fréttir af vef Túrista.Formanni félagsins finnst umfjöllun um WOW air óvægin af hálfu fjölmiðla.FBL/ErnirUmfjöllunin skrýtin á meðan WOW berst fyrir tilvist sinni Honum finnst sérkennilegt að sjá hvernig skrifað er um WOW air á vef Túrista á meðan félagið berst fyrir tilvist sinni. „Hann hamast á meðan allt gengur á afturfótunum hjá WOW air. Svo kemur smá byr undir okkar vængi í gær og þá steinþegir hann,“ segir Vignir og segir þetta sérkennilegt í ljósi þess þegar litið er til hverjir auglýsa á vef Túrista, en þar má finna auglýsingar frá Icelandair. „Við erum alls ekki að reyna að ráðast á blaðamenn. Við erum að taka upp hanskann fyrir okkar vinnuveitanda og erum að gæta hagsmuna okkar félagsmanna. Það eru náttúrlega fjölskyldur og einstaklingar á bak við Skúla Mogensen,“ segir Vignir og vísar þar til forstjóra WOW air.„Óvægin“ ummæli hluthafa Icelandair Hann segist hafa fulla trú á íslenskum fjölmiðlum en finnst umfjöllunin einsleit og finnst jafnframt sérkennilegt að fjölmiðlar hafi rætt við þrjá fyrrverandi stjórnendur Icelandair um stöðu WOW air.Formaðurinn segir hluthafa Icelandair hafa fengið að bera fram dómsdagspár á meðan Skúli vinnur kraftaverk.FBL/Ernir„Þetta eru allt saman hluthafar í fyrirtækinu og það er vitnað í þá hægri vinstri. Þeir geta leyft sér að vera með dómsdagspár á meðan Skúli og hans fólk eru að vinna kraftaverk og snúa við spilinu. Mér finnst það einkennilegt, ósanngjarnt og óvægið.“ Spurður hvort að eitthvað hafi reynst rangt í því sem Túristi hefur fjallað um segist hann ekki ætla að tjá sig um einstakar fréttir. Þetta sé byggt á tilfinningu sem stjórnin hefur. „En oft á tíðum hefur hann rétt fyrir sér og það er grunsamlegt hvaðan hann hefur sínar heimildir. Oft á tíðum hittir hann naglann á höfuðið en það er skrýtið hvernig hlutabréf Icelandair hækka og lækka í takt við hans umfjöllun.“„Árásir í gangi“ Vignir segist aðspurður hafa fyllsta skilning á því að fjölmiðlar flytji fregnir af rekstrarerfiðleikum eins af stærstu vinnustöðum landsins. „Við gerum okkur grein fyrir því og þetta hefur áhrif á kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Og Skúli, verandi litríkur einstaklingur sem hefur verið á milli tannanna á þjóðinni og þetta skiptir íslensku þjóðina miklu máli,“ segir Vignir.Formaðurinn segir Skúla litríkan mann sem hefur verið á milli tanna fólks og skiljanlega vekji hann áhuga allra.vísir/vilhelmRifjar Vignir upp að áður en Skúli hóf rekstur WOW air kostaði fleiri tugi þúsunda að fljúga aðra leiðina út fyrir landsteinanna. Í dag kosti það mun minna og íslenska þjóðin geti leyft sér að ferðast. „Það er verið að taka það af þeim. Það eru árásir í gangi,“ segir Vignir.Rekstrarvandræði ekki vegna umfjöllunar Spurður hvort að slæm rekstrarstaða WOW air sé tilkomin vegna fjölmiðlaumfjöllunar svarar hann neitandi. „Nei, hún er það ekki. En ég er ekki rekstrarfræðingur. Ég kann bara að fljúga flugvélum. En við erum bara að reyna að fá fólk til að fljúga með okkur og um leið og kemur slæm umfjöllun fjölmiðla þá hefur það áhrif. Á ég að panta með þessum eða hinum? Þarna eru hagsmunir og þið hafi eitthvað um það að segja,“ segir Vignir. Hann segir þetta umhugsunarvert. „En ég skil alveg að fólk og fjölmiðlar hafi áhuga. Þetta er að vissu leyti vígvöllur, en allir vinir.“Sorglegt af hálfu flugmanna Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir í samtali við Vísi að hann skilji vel að taugar flugmanna og annarra starfsmanna WOW séu þandar þessa dagana.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.Leifur Rögnvaldsson„Ég hef sjálfur staðið í þessum sporum sem starfsmaður Sterling-flugfélagsins á sínum tíma. Mér finnst engu að síður sorglegt að félag flugmanna WOW taki sig til og reyni að gera mig tortryggilegan með því að uppnefna mig og kalla mig bloggara. Forstjóri WOW og upplýsingafulltrúi hafa ekki gert neinar athugasemdir við fréttir mínar. Ég óska bara starfsmönnum WOW air velfarnaðar og hlakka til að fljúga með vélum félagsins í framtíðinni,“ segir Kristján. Þegar Vísir náði í Kristján var hann á leið á aðalfund sænskra ferðablaðamanna en hann situr í stjórn félagsins. „Í félaginu stendur einmitt styr um hvort leyfi eigi bloggara í félagsskapnum eða bara blaðamenn. Ég óttast þvi stöðu mína eftir að hafa verið stimplaður bloggari,“ segir Kristján léttur í bragði. Túristi er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og er Kristján í blaðamannafélaginu.Segir engin tengsl við Icelandair Kristján segist hafa engin tengsl við Icelandair. „Icelandair auglýsir hjá mér og WOW air hefur gert það líka. Ég rek ferðafjölmiðil sem tugir þúsunda lesa í hverjum mánuði,“ segir Kristján sem tekur fram að vefurinn hafi skilað einni og hálfri milljón flettinga í fyrra. Skiljanlega sjái stór ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í því að auglýsa á vef hans. „Ég er bara minn eigin starfsmaður. Ég er búinn að halda úti Túrista í tíu ár. Lesturinn í mikill og ég held þessi úti heiman frá mér. Það vita það allir sem standa í fjölmiðlarekstri að svoleiðis útgerð er ekki einföld eða blómleg. Mér þykir vænt um hversu margir lesa vefinn og fólk hefur gagn og gaman að því sem ég skrifa.“ Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Formaður stéttarfélags flugmanna WOW air segir blaðamann ferðavefsins Túrista hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér og finnst umfjöllun um flugfélagið, sem rær lífróður þessa dagana, einsleit og ósanngjörn. Ritstjóri Túrista segist hafa skilning á að taugar starfsmanna WOW séu þandar en finnst sorglegt að hann sé gerður tortryggilegur og uppnefndur bloggari af flugmönnunum. „Svo það sé tekið fram erum við ekki að ráðast á blaðamenn,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, í samtali við Vísi um beiðni stjórnar félagsins um að formaður Blaðamannafélagsins rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air. Formaður blaðamannafélagsins sagði við Vísi að hann sæi enga ástæðu til að taka þetta til rannsóknar og að inntak bréfs stjórnar félagsins væri til marks um fjarstæðukennda óra. Heldur stjórn félagsins því fram að umfjöllun íslenskra miðla sé óvægin í garð WOW og vill að hlunnindi og sporslur blaðamanna frá helsta samkeppnisaðila WOW, sem er Icelandair, verði tekin til rannsóknar. Þá gagnrýndi stjórnin að íslenskir fjölmiðlar reiði sig á upplýsingar frá „bloggara búsettum í Svíþjóð“ og vísar þar til fjölmiðilsins Túrista sem Kristján Sigurjónsson ritstýrir. Vignir segir þessa beiðni stjórnar alls ekki árás á blaðamenn. „Okkur finnst hins vegar umfjöllunin undanfarið hafa verið einsleit,“ segir Vignir. Hann segir að svo virðist vera sem íslenskir fjölmiðlar „api upp“ fréttir af vef Túrista.Formanni félagsins finnst umfjöllun um WOW air óvægin af hálfu fjölmiðla.FBL/ErnirUmfjöllunin skrýtin á meðan WOW berst fyrir tilvist sinni Honum finnst sérkennilegt að sjá hvernig skrifað er um WOW air á vef Túrista á meðan félagið berst fyrir tilvist sinni. „Hann hamast á meðan allt gengur á afturfótunum hjá WOW air. Svo kemur smá byr undir okkar vængi í gær og þá steinþegir hann,“ segir Vignir og segir þetta sérkennilegt í ljósi þess þegar litið er til hverjir auglýsa á vef Túrista, en þar má finna auglýsingar frá Icelandair. „Við erum alls ekki að reyna að ráðast á blaðamenn. Við erum að taka upp hanskann fyrir okkar vinnuveitanda og erum að gæta hagsmuna okkar félagsmanna. Það eru náttúrlega fjölskyldur og einstaklingar á bak við Skúla Mogensen,“ segir Vignir og vísar þar til forstjóra WOW air.„Óvægin“ ummæli hluthafa Icelandair Hann segist hafa fulla trú á íslenskum fjölmiðlum en finnst umfjöllunin einsleit og finnst jafnframt sérkennilegt að fjölmiðlar hafi rætt við þrjá fyrrverandi stjórnendur Icelandair um stöðu WOW air.Formaðurinn segir hluthafa Icelandair hafa fengið að bera fram dómsdagspár á meðan Skúli vinnur kraftaverk.FBL/Ernir„Þetta eru allt saman hluthafar í fyrirtækinu og það er vitnað í þá hægri vinstri. Þeir geta leyft sér að vera með dómsdagspár á meðan Skúli og hans fólk eru að vinna kraftaverk og snúa við spilinu. Mér finnst það einkennilegt, ósanngjarnt og óvægið.“ Spurður hvort að eitthvað hafi reynst rangt í því sem Túristi hefur fjallað um segist hann ekki ætla að tjá sig um einstakar fréttir. Þetta sé byggt á tilfinningu sem stjórnin hefur. „En oft á tíðum hefur hann rétt fyrir sér og það er grunsamlegt hvaðan hann hefur sínar heimildir. Oft á tíðum hittir hann naglann á höfuðið en það er skrýtið hvernig hlutabréf Icelandair hækka og lækka í takt við hans umfjöllun.“„Árásir í gangi“ Vignir segist aðspurður hafa fyllsta skilning á því að fjölmiðlar flytji fregnir af rekstrarerfiðleikum eins af stærstu vinnustöðum landsins. „Við gerum okkur grein fyrir því og þetta hefur áhrif á kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Og Skúli, verandi litríkur einstaklingur sem hefur verið á milli tannanna á þjóðinni og þetta skiptir íslensku þjóðina miklu máli,“ segir Vignir.Formaðurinn segir Skúla litríkan mann sem hefur verið á milli tanna fólks og skiljanlega vekji hann áhuga allra.vísir/vilhelmRifjar Vignir upp að áður en Skúli hóf rekstur WOW air kostaði fleiri tugi þúsunda að fljúga aðra leiðina út fyrir landsteinanna. Í dag kosti það mun minna og íslenska þjóðin geti leyft sér að ferðast. „Það er verið að taka það af þeim. Það eru árásir í gangi,“ segir Vignir.Rekstrarvandræði ekki vegna umfjöllunar Spurður hvort að slæm rekstrarstaða WOW air sé tilkomin vegna fjölmiðlaumfjöllunar svarar hann neitandi. „Nei, hún er það ekki. En ég er ekki rekstrarfræðingur. Ég kann bara að fljúga flugvélum. En við erum bara að reyna að fá fólk til að fljúga með okkur og um leið og kemur slæm umfjöllun fjölmiðla þá hefur það áhrif. Á ég að panta með þessum eða hinum? Þarna eru hagsmunir og þið hafi eitthvað um það að segja,“ segir Vignir. Hann segir þetta umhugsunarvert. „En ég skil alveg að fólk og fjölmiðlar hafi áhuga. Þetta er að vissu leyti vígvöllur, en allir vinir.“Sorglegt af hálfu flugmanna Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir í samtali við Vísi að hann skilji vel að taugar flugmanna og annarra starfsmanna WOW séu þandar þessa dagana.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.Leifur Rögnvaldsson„Ég hef sjálfur staðið í þessum sporum sem starfsmaður Sterling-flugfélagsins á sínum tíma. Mér finnst engu að síður sorglegt að félag flugmanna WOW taki sig til og reyni að gera mig tortryggilegan með því að uppnefna mig og kalla mig bloggara. Forstjóri WOW og upplýsingafulltrúi hafa ekki gert neinar athugasemdir við fréttir mínar. Ég óska bara starfsmönnum WOW air velfarnaðar og hlakka til að fljúga með vélum félagsins í framtíðinni,“ segir Kristján. Þegar Vísir náði í Kristján var hann á leið á aðalfund sænskra ferðablaðamanna en hann situr í stjórn félagsins. „Í félaginu stendur einmitt styr um hvort leyfi eigi bloggara í félagsskapnum eða bara blaðamenn. Ég óttast þvi stöðu mína eftir að hafa verið stimplaður bloggari,“ segir Kristján léttur í bragði. Túristi er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og er Kristján í blaðamannafélaginu.Segir engin tengsl við Icelandair Kristján segist hafa engin tengsl við Icelandair. „Icelandair auglýsir hjá mér og WOW air hefur gert það líka. Ég rek ferðafjölmiðil sem tugir þúsunda lesa í hverjum mánuði,“ segir Kristján sem tekur fram að vefurinn hafi skilað einni og hálfri milljón flettinga í fyrra. Skiljanlega sjái stór ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í því að auglýsa á vef hans. „Ég er bara minn eigin starfsmaður. Ég er búinn að halda úti Túrista í tíu ár. Lesturinn í mikill og ég held þessi úti heiman frá mér. Það vita það allir sem standa í fjölmiðlarekstri að svoleiðis útgerð er ekki einföld eða blómleg. Mér þykir vænt um hversu margir lesa vefinn og fólk hefur gagn og gaman að því sem ég skrifa.“
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira