„Vel gert“? Sabine Leskopf skrifar 26. mars 2019 12:10 „Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
„Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar