Norwegian staðsetur vél á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:23 Norwegian mun staðsetja vél sína hér á landi Getty/Simon Dawson Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að það teljist til tíðinda að flugfélagið staðsetji vél sína hér á landi. „Vél Norwegian kemur til Íslands og sinnir þessu flugi sem hefur aldrei verið áður í boði. Þrátt fyrir að Norwegian hafi áður flogið frá Íslandi hafa þær ferðir alltaf átt uppruna sinn erlendis,“ segir Tómas. Því megi segja að heimahöfn vélarinnar verði á Íslandi. Síðastliðinn vetur hafi Heimsferðir reitt sig á vélar Icelandair og flugfélagsins Travel Service en vélar síðarnefnda félagsins hafi ætíð byrjað ferðalag sitt erlendis. „Það að við getum boðið upp á samning undir þessum formerkjum, að það sé flogið héðan, það skiptir einfaldlega höfuðmáli í samkeppninni,“ segir Tómas. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun um samninginn við Norwegian segir að boðið verði upp á morgunflug til Tenerife og Gran Canaria. Norwegian fljúgi auk þess til ýmissa áfangastaða fyrir systurfyrirtæki Heimsferða í Svíþjóð og Danmörku. Í tilkynningunni segir jafnframt að Norwegian muni nota 737-800 vélar til flugsins, sem beri 186 sæti. Tómas segir samninginn afar hagstæðan og vera til þess fallinn að halda upp virkri samkeppni um flug til Kanaríeyja. Ekki skemmi heldur fyrir að flugtíminn sé heppilegur. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að það teljist til tíðinda að flugfélagið staðsetji vél sína hér á landi. „Vél Norwegian kemur til Íslands og sinnir þessu flugi sem hefur aldrei verið áður í boði. Þrátt fyrir að Norwegian hafi áður flogið frá Íslandi hafa þær ferðir alltaf átt uppruna sinn erlendis,“ segir Tómas. Því megi segja að heimahöfn vélarinnar verði á Íslandi. Síðastliðinn vetur hafi Heimsferðir reitt sig á vélar Icelandair og flugfélagsins Travel Service en vélar síðarnefnda félagsins hafi ætíð byrjað ferðalag sitt erlendis. „Það að við getum boðið upp á samning undir þessum formerkjum, að það sé flogið héðan, það skiptir einfaldlega höfuðmáli í samkeppninni,“ segir Tómas. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun um samninginn við Norwegian segir að boðið verði upp á morgunflug til Tenerife og Gran Canaria. Norwegian fljúgi auk þess til ýmissa áfangastaða fyrir systurfyrirtæki Heimsferða í Svíþjóð og Danmörku. Í tilkynningunni segir jafnframt að Norwegian muni nota 737-800 vélar til flugsins, sem beri 186 sæti. Tómas segir samninginn afar hagstæðan og vera til þess fallinn að halda upp virkri samkeppni um flug til Kanaríeyja. Ekki skemmi heldur fyrir að flugtíminn sé heppilegur.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira