Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 21:47 Pavel var frábær í kvöld. vísir/pjetur „Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15