Rautt á öllum tölum og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 10:22 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi. Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi.
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00