Meira en nóg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun