Týnda stúlkan Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun