Keflavík missti af þriðja sætinu í lokaumferðinni þegar að liðið tapaði stórt fyrir Tindastóli en með sigri þar hefði KR komist upp í fjórða sætið og verið með heimaleikjarétt í fyrstu umferð á móti Stólunum.
Keflavík og KR hafa spilað marga frábæra leiki og er alltaf hiti þegar að liðin mætast en Keflavík er með heimaleikjaréttinn að þessu sinni gegn meisturum síðustu fimm ára sem hafa ekki tapað í átta liða úrslitum í mörg ár.
Hér fyrir neðan má sjá umræðu Domino´s-Körfuboltakvölds um rimmu liðanna úr sérstökum upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina sem var á dagskrá á þriðjudagskvöldið.