Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 07:52 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/AP Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54