Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 17:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru deildarmeistarar og byrja úrslitakeppnina á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira