Sjö ár liðin síðan að Messi varð markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 15:30 Lionel Messi fagnar marki. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira