Kyndilberar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 07:30 Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun