Borgarstjóri New Orleans biðst afsökunar á voðaverkum árið 1891 Andri Eysteinsson skrifar 31. mars 2019 21:29 LaToya Cantrell tók við embætti borgarstjóra í maí 2018. Getty/Paras Griffin LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur. Bandaríkin Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur.
Bandaríkin Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira