Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:05 Bolsonaro hefur margoft lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár. Vísir/EPA Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35