Þurfa fleiri ferðamenn og færri skiptifarþega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. mars 2019 07:15 Nú þegar WOW air nýtur ekki lengur við er leitað leiða til að fylla skarðið með öðrum leiðum. Fréttablaðið/Ernir Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent