Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 15:39 Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og tilmælum til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi. Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi.
Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira