Bandaríkjastjórn hótar Evrópu með tollum á vín og osta Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 13:38 Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar. Vísir/EPA Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess. Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira