Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 19:37 Þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi í dag en Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja hann af ríkjum EES. Iðnaðarráðherra segir að með samþykkt pakkans sé ekki verið að binda hendur þjóðarinnar og ekki sé skylda á íslensku þjóðinni að leggja raforkusæstreng til meginlandsins. Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildum valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. Með sameiginlegri löggjöf um orkumarkað hefur Evrópusambandið skipt henni í nokkra pakka sem núna eru þrír talsins. Öll ríki ESB og EES hafa samþykkt og innleitt alla pakkana fyrir utan Ísland sem á eftir að samþykkja þann þriðja.Framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku, sem innleidd var hér á landi með fyrsta og öðrum pakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008. Með því að skipta löggjöfinni upp með þessum hætti, sem gert hefur verið, er innleiðing og aðlögun á markaði einfölduð. Vegna þeirra breytinga er nú frjáls samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni og neytendur geta valið af hverjum þeir kaupa rafmagn Þriðji orkupakkinn á að fela í sér ákvæði um rétt neytenda og neytendavernd, aðgang að flutnings- og dreifikerfum rafmagns, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar, það er framleiðslu og sölu frá sérrekstrarleyfi, þvert á landamæri aðildarríkjanna. Það þýðir að Ísland gæti selt raforku til annarra landa og Íslendingar gætu keypt raforku frá öðrum. Óvissan sem hefur verið vegna innleiðingu þriðja orkupakkans er um hvort raforkuframleiðsla hér á landi fái að vera sjálfstæð eða hvort landið þurfi að leggja sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og til annarra.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherraVísir/Stöð 2Iðnaðarráðherra segir enga skyldu hvíla á Íslandi að leggja sæstreng. „Það sem við erum að gera til viðbótar er að leggja fram sérstakt frumvarp þar sem vísað er í þingsályktun þar sem segir, hingað verður ekki lagður sæstrengur nema með samþykki Alþingis. Það þýðir að slíkt verkefni fer ekki inn á kerfisáætlun Landsnets fyrr en að Alþingi hefur fjallað um það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra.Hversu öruggir eru þessir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld setja fram í innleiðingu Þriðja orkupakkans?„Það er fyrirvari um að ákveðinn hluti regluverksins taki gildi ef eitthvað gerist eins og það að leggja sæstreng. Þannig að þetta er alveg klárt,“ segir Þórdís.En væri svo slæmt að leggja sæstreng til meginlandsins og búa þannig til útflutningsvöru sem skapar tekjur þrátt fyrir að raforkuverð mundi hækka?„Það er auðvitað síðan allt önnur umræða og ég er gjarnan til í að taka þá umræðu en það verður bara að skilja þarna á milli,“ segir Þórdís.Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar innan núverandi stjórnarflokka andvígir innleiðingunni Samtökin Orkan okkar stóð fyrir málþingi á laugardag þar sem þriðji Orku pakkinn var til umræðu. Í samtökunum eru meðal annars fyrrverandi og núverandi þingmenn og fyrrverandi ráðherrar sem meðal annars eru innan raða núverandi stjórnarflokka. Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna mælti gegn Orkupakka eitt og tvö á sínum tíma þegar þeir voru lagði fram á þingi. „Þetta eru allt vörður á ákveðinni vegferð og vegferðin endar í markaðsvæðingu orkunnar, orkuvinnslunnar og orkusölunnar og það er hætt við því að þegar upp er staðið að þá verði þessi fyrirtæki tekin úr eignarahaldi þjóðarinnar og færð yfir á markað til fjárfesta og það eru ill skipti fyrir þjóðina og tel að þar með værum við að negla inn í okkar orkukerfi hvata til að virkja sem mest,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.Ögmundur jónasson, fyrrverandi ráðherraVísir/Stöð 2Vill að málinu verði vísað frá „Ég vil einfaldlega að þingmenn samþykki hann ekki og þá mun það gerast að hann fer aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og þar til umræðu en eins og ég sagði í upphafi að þá er ég á móti þessu ferli almennt og vil sjá því öllu helst vísað frá,“ segir Ögmundur. Málið er umdeilt og hefur verið rætt á þinginu í dag þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var til svara. Hann segir íslensk stjórnvöld geta staðið við það fyrirvara sem settir hafa verið og staðið við þá í ljósi þess að við þurfum að innleiða hluta af regluverki Evrópusambandsins og að íslenskum stjórnvöldum beri að lögfesta þær ESB-reglugerðir sem falla undir EES-samninginn.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherraVísir/Stöð 2„Já við getum gert það og deilan hefur í einföldum máli snúist um það að ef að það er til staðar grunnvirki, með örðum orðum í okkar tilfelli sæstrengur, að þá hefði ESA ákveðið takmarkað vald ef það kæmu upp deilur á milli aðila á milli landa. Við hins vegar innleiðum þetta með fyrirvara, sem er til staðar núna, að við erum ekki partur af þessu kerfið, við erum ekki tengd. Bara til þess að setja belti og axlabönd að þá kemur líka frumvarp sem tryggir það að Alþingi þarf að ákveða það sérstaklega ef að við ætlum að leggja sæstreng. Ef að það er gert að þá þyrftu menn aftur að skoða stjórnskipunarþáttinn hvað varðar innleiðinguna,“ segir Guðlaugur Þór.Komum við til með að missa eitthvað ákvörðunarvald yfir íslenskri raforku verðir Þriði orkupakkinn samþykktur?„Nei, það liggur alveg fyrir og þeir sem hafa gagnrýnt þetta, meðal annars hér í þinginu, hafa ekki getað bent á nein dæmi þar um og reyndar ekki nein dæmi um það að þær hugmyndir að við þyrftum að einkavæða raforkufyrirtækin. Menn hafa ekki með málefnalegum hætti bent á neitt sem að styður við þær fullyrðingar,“ segir Guðlaugur.Verði Orkupakkinn ekki samþykkur hvað gerist þá? Hvað yrði um veru okkar í EES eða ESB.„Ef við förum eitthvað sem við höfum aldrei farið áður og enginn hefur farið áður að þá er það auðvitað ákveðinn óvissuferð og ég held að það borgi sig ekki að fara í neinar óvissuferðir nema að ríkar áherslur eru til staðar en í þessu til felli er svo ekki,“ segir Guðlaugur Þór.Úr stjórnstöð LandsnetsVísir/Stöð 2 Alþingi Evrópusambandið Stjórnsýsla Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi í dag en Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja hann af ríkjum EES. Iðnaðarráðherra segir að með samþykkt pakkans sé ekki verið að binda hendur þjóðarinnar og ekki sé skylda á íslensku þjóðinni að leggja raforkusæstreng til meginlandsins. Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildum valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. Með sameiginlegri löggjöf um orkumarkað hefur Evrópusambandið skipt henni í nokkra pakka sem núna eru þrír talsins. Öll ríki ESB og EES hafa samþykkt og innleitt alla pakkana fyrir utan Ísland sem á eftir að samþykkja þann þriðja.Framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku, sem innleidd var hér á landi með fyrsta og öðrum pakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008. Með því að skipta löggjöfinni upp með þessum hætti, sem gert hefur verið, er innleiðing og aðlögun á markaði einfölduð. Vegna þeirra breytinga er nú frjáls samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni og neytendur geta valið af hverjum þeir kaupa rafmagn Þriðji orkupakkinn á að fela í sér ákvæði um rétt neytenda og neytendavernd, aðgang að flutnings- og dreifikerfum rafmagns, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar, það er framleiðslu og sölu frá sérrekstrarleyfi, þvert á landamæri aðildarríkjanna. Það þýðir að Ísland gæti selt raforku til annarra landa og Íslendingar gætu keypt raforku frá öðrum. Óvissan sem hefur verið vegna innleiðingu þriðja orkupakkans er um hvort raforkuframleiðsla hér á landi fái að vera sjálfstæð eða hvort landið þurfi að leggja sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og til annarra.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherraVísir/Stöð 2Iðnaðarráðherra segir enga skyldu hvíla á Íslandi að leggja sæstreng. „Það sem við erum að gera til viðbótar er að leggja fram sérstakt frumvarp þar sem vísað er í þingsályktun þar sem segir, hingað verður ekki lagður sæstrengur nema með samþykki Alþingis. Það þýðir að slíkt verkefni fer ekki inn á kerfisáætlun Landsnets fyrr en að Alþingi hefur fjallað um það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra.Hversu öruggir eru þessir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld setja fram í innleiðingu Þriðja orkupakkans?„Það er fyrirvari um að ákveðinn hluti regluverksins taki gildi ef eitthvað gerist eins og það að leggja sæstreng. Þannig að þetta er alveg klárt,“ segir Þórdís.En væri svo slæmt að leggja sæstreng til meginlandsins og búa þannig til útflutningsvöru sem skapar tekjur þrátt fyrir að raforkuverð mundi hækka?„Það er auðvitað síðan allt önnur umræða og ég er gjarnan til í að taka þá umræðu en það verður bara að skilja þarna á milli,“ segir Þórdís.Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar innan núverandi stjórnarflokka andvígir innleiðingunni Samtökin Orkan okkar stóð fyrir málþingi á laugardag þar sem þriðji Orku pakkinn var til umræðu. Í samtökunum eru meðal annars fyrrverandi og núverandi þingmenn og fyrrverandi ráðherrar sem meðal annars eru innan raða núverandi stjórnarflokka. Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna mælti gegn Orkupakka eitt og tvö á sínum tíma þegar þeir voru lagði fram á þingi. „Þetta eru allt vörður á ákveðinni vegferð og vegferðin endar í markaðsvæðingu orkunnar, orkuvinnslunnar og orkusölunnar og það er hætt við því að þegar upp er staðið að þá verði þessi fyrirtæki tekin úr eignarahaldi þjóðarinnar og færð yfir á markað til fjárfesta og það eru ill skipti fyrir þjóðina og tel að þar með værum við að negla inn í okkar orkukerfi hvata til að virkja sem mest,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.Ögmundur jónasson, fyrrverandi ráðherraVísir/Stöð 2Vill að málinu verði vísað frá „Ég vil einfaldlega að þingmenn samþykki hann ekki og þá mun það gerast að hann fer aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og þar til umræðu en eins og ég sagði í upphafi að þá er ég á móti þessu ferli almennt og vil sjá því öllu helst vísað frá,“ segir Ögmundur. Málið er umdeilt og hefur verið rætt á þinginu í dag þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var til svara. Hann segir íslensk stjórnvöld geta staðið við það fyrirvara sem settir hafa verið og staðið við þá í ljósi þess að við þurfum að innleiða hluta af regluverki Evrópusambandsins og að íslenskum stjórnvöldum beri að lögfesta þær ESB-reglugerðir sem falla undir EES-samninginn.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherraVísir/Stöð 2„Já við getum gert það og deilan hefur í einföldum máli snúist um það að ef að það er til staðar grunnvirki, með örðum orðum í okkar tilfelli sæstrengur, að þá hefði ESA ákveðið takmarkað vald ef það kæmu upp deilur á milli aðila á milli landa. Við hins vegar innleiðum þetta með fyrirvara, sem er til staðar núna, að við erum ekki partur af þessu kerfið, við erum ekki tengd. Bara til þess að setja belti og axlabönd að þá kemur líka frumvarp sem tryggir það að Alþingi þarf að ákveða það sérstaklega ef að við ætlum að leggja sæstreng. Ef að það er gert að þá þyrftu menn aftur að skoða stjórnskipunarþáttinn hvað varðar innleiðinguna,“ segir Guðlaugur Þór.Komum við til með að missa eitthvað ákvörðunarvald yfir íslenskri raforku verðir Þriði orkupakkinn samþykktur?„Nei, það liggur alveg fyrir og þeir sem hafa gagnrýnt þetta, meðal annars hér í þinginu, hafa ekki getað bent á nein dæmi þar um og reyndar ekki nein dæmi um það að þær hugmyndir að við þyrftum að einkavæða raforkufyrirtækin. Menn hafa ekki með málefnalegum hætti bent á neitt sem að styður við þær fullyrðingar,“ segir Guðlaugur.Verði Orkupakkinn ekki samþykkur hvað gerist þá? Hvað yrði um veru okkar í EES eða ESB.„Ef við förum eitthvað sem við höfum aldrei farið áður og enginn hefur farið áður að þá er það auðvitað ákveðinn óvissuferð og ég held að það borgi sig ekki að fara í neinar óvissuferðir nema að ríkar áherslur eru til staðar en í þessu til felli er svo ekki,“ segir Guðlaugur Þór.Úr stjórnstöð LandsnetsVísir/Stöð 2
Alþingi Evrópusambandið Stjórnsýsla Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15