Finn að þetta er á réttri leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 16:00 Eygló sér fyrir endann á áralangri baráttu við bakmeiðsli sem hafa plagað hana. Fréttablaðið/ernir Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira