Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:42 FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig. Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig.
Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43