Vilja breyta námi slökkviliðsmanna á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2019 12:48 Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira