Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 12:02 Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er skiptastjóri í þrotabúi WOW air ásamt Þorsteini Einarssyni. Vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. Forsvarsmenn Arion banka, stærsta kröfuhafans í þrotabú Arion banka, kröfðust þess á fundi með Símoni Sigvaldasyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, að Sveinn Andri yrði látinn víkja. Töldu þeir Svein Andra vanhæfan vegna ósættis við bankann í öðru máli eins og Mannlíf greindi fyrst frá.RÚV greindi svo frá því í morgun að reynt hefði verið að ná sáttum á fundinum í gær. Um var að ræða aðfinnslufund þar sem reynt var að miðla málum, að sögn Símons. Ekki fékkst niðurstaða sem allir voru sáttir við og niðurstaðan sú að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri. Haraldur Guðni Einarsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir í samtali við Vísi að bankinn muni krefjast úrskurðar í málinu. Símon skipaði sjálfur Svein Andra sem skiptastjóra. Símon segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að krefjist bankinn formlega úrskurðar, sem ekki hafi enn verið gert, verði erindið að sérstöku máli. Málið fari svo í venjulegan farveg sem endi með úrskurði. Ósætti Arion banka við Svein Andra snýr að störfum hans sem lögmaður fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman með greiðslukortafyrirtækinu Valitor undanfarin ár, síðan 2011. Valitor er dótturfélag Arion banka. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. Forsvarsmenn Arion banka, stærsta kröfuhafans í þrotabú Arion banka, kröfðust þess á fundi með Símoni Sigvaldasyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, að Sveinn Andri yrði látinn víkja. Töldu þeir Svein Andra vanhæfan vegna ósættis við bankann í öðru máli eins og Mannlíf greindi fyrst frá.RÚV greindi svo frá því í morgun að reynt hefði verið að ná sáttum á fundinum í gær. Um var að ræða aðfinnslufund þar sem reynt var að miðla málum, að sögn Símons. Ekki fékkst niðurstaða sem allir voru sáttir við og niðurstaðan sú að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri. Haraldur Guðni Einarsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir í samtali við Vísi að bankinn muni krefjast úrskurðar í málinu. Símon skipaði sjálfur Svein Andra sem skiptastjóra. Símon segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að krefjist bankinn formlega úrskurðar, sem ekki hafi enn verið gert, verði erindið að sérstöku máli. Málið fari svo í venjulegan farveg sem endi með úrskurði. Ósætti Arion banka við Svein Andra snýr að störfum hans sem lögmaður fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman með greiðslukortafyrirtækinu Valitor undanfarin ár, síðan 2011. Valitor er dótturfélag Arion banka.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00