Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Ólafsson aðstoðarmaður hans. Í forgrunni er Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59
Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16