Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Ólafsson aðstoðarmaður hans. Í forgrunni er Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59
Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16