Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 19:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira