Að „berjast“ við aldurinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun