ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 11:36 Evrópusambandið hefur ítrekað lýst áhyggjum af breytingum á dómskerfi Póllands sem það telur grafa undan sjálfstæði dómstóla. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17
Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00