Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:49 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. „Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla. Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
„Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla.
Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29