Kínversk kona handtekin í klúbbi Trump á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 08:06 Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sínar í einkaklúbbi sínum Mar-a-Lago á Flórída. Klúbburinn er opinn félögum og gestum á meðan forsetinn dvelur þar. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira