Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2019 10:28 Símon Sigvaldason dómstjóri segir um pistil Þórðar Más það miður að að sjá ágæta lögmenn detta í þær grafir að fara með slík gífuryrði og ásakanir um spillingu eru alvarlegar. „Umræða á þeim nótum sem verið hefur undanfarna daga kallar oft á tíðum fram slæmar hliðar fólks. Það er miður að sjá ágæta lögmenn detta í þær grafir að fara með slík gífuryrði og ásakanir um spillingu eru alvarlegar.“ Þetta segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi. Veruleg ólga hefur verið meðal lögmanna vegna þess að lögmönnunum Þorsteini Einarssyni lögmanni og einkum þó Sveini Andra Sveinssyni var úthlutað þrotabúi WOW air til skipta. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum.Sakar Símon um lygar Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær þar sem hann sakar Símon um lygi, í frétt Vísis um málið í gær, þar sem Símon sagði að úthlutun slitabúa væri í föstum skorðum:„Það er hrein og klár lygi hjá Símoni þegar hann segir að listinn rúlli jafnt og þétt og í réttri röð!!!“ skrifar Þórður Már og má ráða af þremur upphrópunarmerkjum að honum er heitt í hamsi:Kolbrún Garðarsdóttir er á sama máli og Þórður Már og hyggst nota pistil hans í samantekt sinni um málið.„Listinn hvað Svein Andra varðar rúllar að því er virðist í allt öðrum takti en hjá öllum öðrum sem ég þekki. Bæði fær hann fleiri bú og síðan fær hann gjarnan eitt í einu með nokkurra mánaða millibili en ekki 2 í einu eins og aðrir. Ef listinn myndi rúlla eins og Símon segir þá myndu sömu lögmál gilda fyrir alla. Það er hins vegar ekki svo. Ég veit ekki hvað maður á að halda um þetta, en einhverjir eru farnir að nefna orðið spilling,“ segir Þórður Már meðal annars en færslu hans má sjá ívafaða hér undir fréttinni. Kolbrún Garðarsdóttir, formaður FKL, segir í athugasemd við pistil Þórðar Más að gagnrýni sín snúi ekki bara að kynjahlutfalli, heldur „helst ógagnsæi um allt þetta ferli. Má ég ekki nota þessa samantekt um málið?“ spyr Kolbrún. Þórður telur það sjálfsagt og segir þetta ótækt með öllu.Segir listann rúlla í réttri röð Símon vísar ásökunum Þórðar Más á hendur sér alfarið á bug. „Ég hef látið telja saman, í tilefni af þessari umfjöllun allri, hve mörg bú lögmenn hafa fengið síðustu 6 ár. Ég minni á að listinn rúllar í réttri röð. Ég gerði talningu þar sem fram kemur að lögmenn hafa verið að fá að jafnaði 21 til 22 mál í heildina síðustu 6 ár. Þeir fá úthlutað einu sinni á ári og nú er tveim búum úthlutað í einu. Þegar fleiri bú voru að koma inn var fleiri búum úthlutað í einu.Sveinn Andri hefur síðustu 6 ár fengið 21 þrotabú. Hann hefur því fengið jafn mörg bú og aðrir lögmenn.“Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW. Sú ráðning er afar umdeild meðal lögmanna en Símon dómstjóri segist aldrei hafa sem dómari sýknað í málum Sveins Andar og það segi ef til vill sína söguna.vísir/vilhelmSímon áréttar það sem áður hefur komið fram um þessi stærstu bú. „Þar hafa gilt önnur viðmið, eins og fram hefur komið. Ég tók ákvörðun um að úthluta Þorsteini Einarssyni og Sveini Andra Sveinssyni þrotabúi WOW air. Ég held að með sanngirni megi segja að engin slík tengsl séu á milli mín og Sveins Andra að hægt sé að halda því fram að ég hafi ástæðu til að hygla honum.“Aldrei sýknað í málum Sveins Andra Og þá bendir Símon jafnframt á, en Vísir hefur spurt ítarlega út í meint tengsl hans og embættisins alls við Svein Andra samkvæmt ábendingum sem borist hafa, að erfitt sé að komast hjá því að menn geti fundið til einhverja slíka þræði. „Í jafn litlu landi og okkar þekkjast lögmenn og dómarar í nokkrum mæli, enda til skamms tíma einungis einn lagaskóli í landinu. Sveinn Andri hefur margoft verið verjandi í sakamálum hjá mér. Ég minnist þess ekki að í neinu tilfella hafi ég sýknað skjólstæðinga hans þó svo hann geri í flestum tilvikum kröfu um sýknu. Ég held að það segi sína sögu,“ segir Símon. Dómsmál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Umræða á þeim nótum sem verið hefur undanfarna daga kallar oft á tíðum fram slæmar hliðar fólks. Það er miður að sjá ágæta lögmenn detta í þær grafir að fara með slík gífuryrði og ásakanir um spillingu eru alvarlegar.“ Þetta segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi. Veruleg ólga hefur verið meðal lögmanna vegna þess að lögmönnunum Þorsteini Einarssyni lögmanni og einkum þó Sveini Andra Sveinssyni var úthlutað þrotabúi WOW air til skipta. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum.Sakar Símon um lygar Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær þar sem hann sakar Símon um lygi, í frétt Vísis um málið í gær, þar sem Símon sagði að úthlutun slitabúa væri í föstum skorðum:„Það er hrein og klár lygi hjá Símoni þegar hann segir að listinn rúlli jafnt og þétt og í réttri röð!!!“ skrifar Þórður Már og má ráða af þremur upphrópunarmerkjum að honum er heitt í hamsi:Kolbrún Garðarsdóttir er á sama máli og Þórður Már og hyggst nota pistil hans í samantekt sinni um málið.„Listinn hvað Svein Andra varðar rúllar að því er virðist í allt öðrum takti en hjá öllum öðrum sem ég þekki. Bæði fær hann fleiri bú og síðan fær hann gjarnan eitt í einu með nokkurra mánaða millibili en ekki 2 í einu eins og aðrir. Ef listinn myndi rúlla eins og Símon segir þá myndu sömu lögmál gilda fyrir alla. Það er hins vegar ekki svo. Ég veit ekki hvað maður á að halda um þetta, en einhverjir eru farnir að nefna orðið spilling,“ segir Þórður Már meðal annars en færslu hans má sjá ívafaða hér undir fréttinni. Kolbrún Garðarsdóttir, formaður FKL, segir í athugasemd við pistil Þórðar Más að gagnrýni sín snúi ekki bara að kynjahlutfalli, heldur „helst ógagnsæi um allt þetta ferli. Má ég ekki nota þessa samantekt um málið?“ spyr Kolbrún. Þórður telur það sjálfsagt og segir þetta ótækt með öllu.Segir listann rúlla í réttri röð Símon vísar ásökunum Þórðar Más á hendur sér alfarið á bug. „Ég hef látið telja saman, í tilefni af þessari umfjöllun allri, hve mörg bú lögmenn hafa fengið síðustu 6 ár. Ég minni á að listinn rúllar í réttri röð. Ég gerði talningu þar sem fram kemur að lögmenn hafa verið að fá að jafnaði 21 til 22 mál í heildina síðustu 6 ár. Þeir fá úthlutað einu sinni á ári og nú er tveim búum úthlutað í einu. Þegar fleiri bú voru að koma inn var fleiri búum úthlutað í einu.Sveinn Andri hefur síðustu 6 ár fengið 21 þrotabú. Hann hefur því fengið jafn mörg bú og aðrir lögmenn.“Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW. Sú ráðning er afar umdeild meðal lögmanna en Símon dómstjóri segist aldrei hafa sem dómari sýknað í málum Sveins Andar og það segi ef til vill sína söguna.vísir/vilhelmSímon áréttar það sem áður hefur komið fram um þessi stærstu bú. „Þar hafa gilt önnur viðmið, eins og fram hefur komið. Ég tók ákvörðun um að úthluta Þorsteini Einarssyni og Sveini Andra Sveinssyni þrotabúi WOW air. Ég held að með sanngirni megi segja að engin slík tengsl séu á milli mín og Sveins Andra að hægt sé að halda því fram að ég hafi ástæðu til að hygla honum.“Aldrei sýknað í málum Sveins Andra Og þá bendir Símon jafnframt á, en Vísir hefur spurt ítarlega út í meint tengsl hans og embættisins alls við Svein Andra samkvæmt ábendingum sem borist hafa, að erfitt sé að komast hjá því að menn geti fundið til einhverja slíka þræði. „Í jafn litlu landi og okkar þekkjast lögmenn og dómarar í nokkrum mæli, enda til skamms tíma einungis einn lagaskóli í landinu. Sveinn Andri hefur margoft verið verjandi í sakamálum hjá mér. Ég minnist þess ekki að í neinu tilfella hafi ég sýknað skjólstæðinga hans þó svo hann geri í flestum tilvikum kröfu um sýknu. Ég held að það segi sína sögu,“ segir Símon.
Dómsmál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31